föstudagur, apríl 01, 2005

Ekki er nú mikið í fréttum...

maður er bara búin að vera í leti, frekar leiðinlegt. Naglaskólinn bjargar mér alveg annars væri ég nú örugglega orðin geðveik. Skólinn gengur bara vel og mér finnst þetta mjög skemmtilegt, enda alveg mín lína svona dútl. Annars fór ég nú í viðtal í vikunni í sambandi við verknám og gekk það bara ágætlega að ég held, kemur í ljós. Hafið endilega krosslegða fingur fyrir mig!!! Vikan hefur hins vegar verið frekar róleg. Kíkti í bíó með MK skvísinum á Vanity fair, sem var ágæt en alltof löng. Ég var eiginlega farin að bíða eftir endinum.... Annars maður bara búin að eyða tímanum heima yfir imbanum eða kaffihúsum, uppbyggilegt ha!!!!!!!!!!! Ekki hefur meira merkilegt drifið á daga mína, vona að ykkar líf sé áhugaverðara.... tata :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home