mánudagur, apríl 11, 2005

Ennþá atvinnulaus og að...

drepast úr leiðindum. Jæja ekkert kom út úr viðtalinu sem ég sagði ykkur frá þannig að maður verður víst að halda áfram að leita. Ég tók rispu í morgun að leita að stofum, vonandi að það komi eitthvað út úr því. Ég fór í bíó í gær með Höllu vinkonu, ætluðum á the woodsman með Kvein Bacon á kvikmyndahátíðinni en það var ekki verið að sýna hana. Við skelltum okkur því á Motorcycle diaries, mig er búið að langa að sjá hana í dálítinn tíma og ég varð ekki fyrir vonbrigðum, hún var æðisleg. Ég var alveg búin að gleyma þessari kvikmyndahátíð en það eru fullt af myndum á henni sem mig langar að sjá. Ég mæli með því að þið sem eruð orðin þreytt á formúlumyndunum kíkjið á þetta. Annars er allt á fullu í íbúðinni og ég get vonandi flutt inn fljótlega en innflutningspartýið verður líklega ekki fyrr en júlí þar sem allir eru í prófum þessa daganna og svo eru mk skvísurnar að fara á interrail.... Ég er með fleiri góðar fréttir var að kaupa mér nýjan bíl, gamangaman. Nú þarf ég bara að losna við hinn, vona að það gangi ágætlega... Jæja ekki eru nú fleiri fréttir í bili, læt ykkur vita hvernig atvinnuleitin gengur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home