miðvikudagur, febrúar 28, 2007

The people has spoken!

Ég mun halda áfram með bloggið mitt, alla vegna í einhvern tíma, get samt ekki lofað að ég verði súper öflug. Ég skal samt reyna mitt besta. Dagurinn í dag er búinn að vera helvíti. Ég byrjaði á túr í dag og túrverkirnir eru búnir að vera að drepa mig. Ég er s.s. búin að liggja í fósturstillingunni í allan dag, hata þessa daga. Þannig að ég er ekki búin að gera handtak í allan dag og ég sem ætlaði að vera svo dugleg að læra. Ég verð því bara að vera helmingi duglegri á morgun og hinn og á sunnudaginn. Laugardagurinn nýtist ekki mikið í lærdóm þar sem ég er að fara að farða 8 intrumskvísur fyrir árshátíðina og svo förum við systurnar á Incubus tónleikanna í Laugardalshöllinni. Á föstudaginn er ég að fara í próf í enskri málfræði og svo ætla ég að hitta Söru og Sillu á kaffihúsi að gera verkefni. Á föstudaginn í næstu viku, þann 9. mars, er árshátíð hugvísindadeildar og erum við Silla búnar að vera duglegar að gera plön fyrir dönskudeildina. Við ætlum út að borða á Tapas barnum og svo er partý heima hjá einum dönskunemanum. Ballið byrjar svo um miðnætti og planið er svo að fjölmenna á ballið. Loksins e-ð að ske í dönskudeildinni. Jæja nú er nóg komið og ég ætla að hnipra mig aftur saman og horfa á sjónvarpið.

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Ykkar er valið!

Jæja fólk núna ætla ég að leggja það í ykkar hendur hvort þessari bloggsíðu verði haldið áfram. Hér inn ætla ég að setja spurningalista og ef 5 eða fleiri svara honum mun ég halda áfram að skella inn færslum en ef þáttaka verður ekki næg mun ég bara hætta þessu bloggi. Nú er valdið ykkar....

Tell me all about you!!!

1. Hefuru slegið einhvern í andlitið?
2. Hve gamall/gömul ertu
3. Frátekin/n eða einhleyp(ur) ?
4. Borðaru með höndunum eða notaru áhöld?
5. Dreymir þig á nóttunni?
6. Hefuru séð lík?
7. Hefuru óskað þess að einhver deyji?
8. Ertu að fíla Gogga Bush?
Nú þegar stöðluðu spurningarnar eru búnar, byrjum á góða stöffinu.
9. Hvaða speki hefuru á lífinu? Tekuru því of alvarlega?
10. Ef þú mættir gera hvað sem er með mér án þess að neinn fengi að vita af því. Hvað myndi það vera?
11. Treystiru lögreglunni?
12. Hlustaru á rokk? Ef svo hver er uppáhaldshljómsveitin þín?
13. Hvað er þín besta minning sem þú átt með mér?
14. Ef þú gætir breytt einhverju í fari þínu, hvað myndi það vera?
15. Myndiru deita mig?
16. Í hverju sefuru?
17. Hefuru pissað í sundlaug á meðan þú ert ennþá að synda?
18. Myndiru fela sönnunargögn fyrir mig ?
19. Ef ég myndi deyja á morgun. Hvað myndir ÞÚ gera með mér í dag?
20. Hvað finnst þér best um mig?
21. Er ég hot?
22. Hvað er uppáháldsliturinn þinn?
23. Ef þú gætir vakið eina mannveru til lífsins frá dauðum, hver myndi það vera?
24. Segðu mér eina heimskulega / tilgangslausa staðreynd um þig.
25. Muntu endurpósta þessu svo ég geti svarað þér?

laugardagur, febrúar 17, 2007

Moldarbað er gott fyrir húðina

þó ég myndi ekki mæla með aðferðinni sem ég notaði í dag. Ég fór með pabba, Eyvindi og Margréti í reiðtúr, Víðir var ekki alveg að nenna að halda í við þau og fórum við því bara rólega. Þegar við vorum alveg að koma til baka í hesthúsið mættum við 2 köllum á fleygiferð og spenntist Víðir aðeins upp við það og hljóp af stað. Við reiðhöllina var stór drullupollur og Víðir greyið datt og ég flaug af. Lenti á bakinu í drullupollinum og var bara eitt moldarflak. Ég endaði því á að fara heim á norsku ullarnærunum.

Ég veit að ég er búin að þjást af bloggleti - stórhættulegur sjúkdómur - en það er nú ekki mikið við því að gera. Ástæðan fyrir þessari bloggleti er nú að ekki hefur mikið verið að ske á þessu heimili. Það er bara búið að vera skóli, vinna og hestar upp á síðkastið. Ég lagðist í flensuna eins og restin af þjóðinni og lá í viku, miður skemmtilegt.

Ýmislegt er þó á döfinni þó að janúar og febrúar hafi verið daufir. Þann 3. mars næstkomandi er ég að fara á Incubus tónleika með systu, missi ég þó af Intrum árshátíðinni en það er allt í lagi, enda eru Stuðmenn að spila. Þeir eru þokkalega búnir að vera og spurning um að fara á ellilaun. Svo líður að hinum hræðilega degi, 27 ára afmælinu. Ég er nú ekki búin að gera nein plön en stelpurnar eru búnar að vera að reyna fá mig til að gera e-ð, þannig að ætla maður reyni ekki að hafa einhvern fögnuð.