Moldarbað er gott fyrir húðina
þó ég myndi ekki mæla með aðferðinni sem ég notaði í dag. Ég fór með pabba, Eyvindi og Margréti í reiðtúr, Víðir var ekki alveg að nenna að halda í við þau og fórum við því bara rólega. Þegar við vorum alveg að koma til baka í hesthúsið mættum við 2 köllum á fleygiferð og spenntist Víðir aðeins upp við það og hljóp af stað. Við reiðhöllina var stór drullupollur og Víðir greyið datt og ég flaug af. Lenti á bakinu í drullupollinum og var bara eitt moldarflak. Ég endaði því á að fara heim á norsku ullarnærunum.Ég veit að ég er búin að þjást af bloggleti - stórhættulegur sjúkdómur - en það er nú ekki mikið við því að gera. Ástæðan fyrir þessari bloggleti er nú að ekki hefur mikið verið að ske á þessu heimili. Það er bara búið að vera skóli, vinna og hestar upp á síðkastið. Ég lagðist í flensuna eins og restin af þjóðinni og lá í viku, miður skemmtilegt.
Ýmislegt er þó á döfinni þó að janúar og febrúar hafi verið daufir. Þann 3. mars næstkomandi er ég að fara á Incubus tónleika með systu, missi ég þó af Intrum árshátíðinni en það er allt í lagi, enda eru Stuðmenn að spila. Þeir eru þokkalega búnir að vera og spurning um að fara á ellilaun. Svo líður að hinum hræðilega degi, 27 ára afmælinu. Ég er nú ekki búin að gera nein plön en stelpurnar eru búnar að vera að reyna fá mig til að gera e-ð, þannig að ætla maður reyni ekki að hafa einhvern fögnuð.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home