miðvikudagur, febrúar 28, 2007

The people has spoken!

Ég mun halda áfram með bloggið mitt, alla vegna í einhvern tíma, get samt ekki lofað að ég verði súper öflug. Ég skal samt reyna mitt besta. Dagurinn í dag er búinn að vera helvíti. Ég byrjaði á túr í dag og túrverkirnir eru búnir að vera að drepa mig. Ég er s.s. búin að liggja í fósturstillingunni í allan dag, hata þessa daga. Þannig að ég er ekki búin að gera handtak í allan dag og ég sem ætlaði að vera svo dugleg að læra. Ég verð því bara að vera helmingi duglegri á morgun og hinn og á sunnudaginn. Laugardagurinn nýtist ekki mikið í lærdóm þar sem ég er að fara að farða 8 intrumskvísur fyrir árshátíðina og svo förum við systurnar á Incubus tónleikanna í Laugardalshöllinni. Á föstudaginn er ég að fara í próf í enskri málfræði og svo ætla ég að hitta Söru og Sillu á kaffihúsi að gera verkefni. Á föstudaginn í næstu viku, þann 9. mars, er árshátíð hugvísindadeildar og erum við Silla búnar að vera duglegar að gera plön fyrir dönskudeildina. Við ætlum út að borða á Tapas barnum og svo er partý heima hjá einum dönskunemanum. Ballið byrjar svo um miðnætti og planið er svo að fjölmenna á ballið. Loksins e-ð að ske í dönskudeildinni. Jæja nú er nóg komið og ég ætla að hnipra mig aftur saman og horfa á sjónvarpið.

4 Comments:

At 10:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jey það verður svoooooo gaman, og svo förum við í vísindaferðina líka, jibbí! Var að tala við bróa um nemendafélagið okkar og skorardótið og vinnuálagið og bara allt saman og hann var svo ánægður með hvað ég væri orðin virk og hann ætlar að hitta mig fljótlega og fara yfir öll þessi mál, það er kannski að e-u verði breytt á meðan maður er þarna ennþá
!!! :)

 
At 1:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bara nóg að gera hjá minni :)

 
At 12:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey, það þýðir ekkert að segjast ætla að halda áfram að blogga og skrifa svo ekki neitt!!!

 
At 12:55 e.h., Blogger Agnes said...

var að reyna að blogga í gær en gat ekki vistað það inn

 

Skrifa ummæli

<< Home