föstudagur, ágúst 25, 2006

Flug geðveiki...

ok ég veit ég sagðist ætla að fljúga vestur ef possíið baylaði á mig en flugið fyrir mig eina kostar 23 000 kr, ég held ekki. Þetta er sko alls ekki á færi fátæks námsmanns. Ég vona bara að liðið komi með mér þannig að ég komist í sveitasæluna....

Sumarið að verða búið

... loksins. Ég man aldrei eftir að hafa hlakkað svona til að sumrinu lyki og skólinn byrjaði aftur. Ég veit ekki hvað það er, kannski af því að það er ekki búið að vera neitt sumar. Alltaf rigning og rok. Sumarprófin eru búin núna og það gekk nú ekki vel í fyrra prófinu en seinna prófið gekk bara ágætlega, að ég held. Ég er að vinna til 5. september, skólinn byrjar reyndar 4. september en það reddast. Ég fékk voða kózý stundatöflu og er í fríi alla föstudaga. Stelpan kom sér því í smá auka vinna í Intrum og verð að vinna þar alla miðvikudagsmorgna og alla föstudaga og svo í úthringingunum. Maður verður víst að vinna fyrir sér. Ég virðist ætla að byrja veturinn með krafti þar sem það er búið að bjóða mér í 2 partý á sömu helginni. Vinnupartý með úthringiliðinu og svo "hass"partý á Ísafirði. Ég ætla að reyna að döbbla Höllu Sif, Helgu & Hauk og systu með, ef þau koma þá verða ég að bayla á vinnupartýið því þá verður líklega lagt af stað úr bænum á föstudegi. Hins vegar ef liðið ákveður að vera með félagsskít þá hugsa ég að ég reyni bara að fljúga á laugardeginum vestur og þá nær partýstelpan báðum partýunum ;o) Jæja er ekki komið nóg af bulli í bili... Ætla að halda áfram að vinna :o)

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Dugnaðar bloggari eða hitt þó heldur...

Ég veit að ég er ekki sú öflugasta í blogginu enda hef ég ekki beint frá miklu að segja. Maður er nú eiginlega bara búin að eyða sumrinu í vinnu og leti. Og sumarið er bara búið fljúga burt, það er komin miður ágúst og prófin eru byrjuð :o( Ég var í fyrsta prófinu í morgun og ekki gekk það neitt sérstaklega vel, enda ekki alveg nógu vel undirbúin og lasin í þokkabót. En jæja get ekki kennt neinum um nema sjálfri mér, ég er búin að hafa allt sumarið til að lesa og ég hef ekki gert handtak. Það er bara mjög erfitt að komast í lestrarham þegar maður á að vera í sumarfríi og alltaf ætlar maður að byrja um næstu helgi og áður en maður veit af eru prófin byrjuð :o( Ég ætla að reyna að vera súper nörd um helgina og lesa lesa lesa.... Ég ætla rúlla upp bókmenntasöguprófinu, enda er ekki séns í helv... að ég sitji þann áfanga aftur. Ekki er það nú meira væl frá mér í bili og getur nú bara verið að maður fari að hætta þessari bloggvitleysu þar sem enginn KOMMENTAR á dramað í lífi mínu ;o)