fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Dugnaðar bloggari eða hitt þó heldur...

Ég veit að ég er ekki sú öflugasta í blogginu enda hef ég ekki beint frá miklu að segja. Maður er nú eiginlega bara búin að eyða sumrinu í vinnu og leti. Og sumarið er bara búið fljúga burt, það er komin miður ágúst og prófin eru byrjuð :o( Ég var í fyrsta prófinu í morgun og ekki gekk það neitt sérstaklega vel, enda ekki alveg nógu vel undirbúin og lasin í þokkabót. En jæja get ekki kennt neinum um nema sjálfri mér, ég er búin að hafa allt sumarið til að lesa og ég hef ekki gert handtak. Það er bara mjög erfitt að komast í lestrarham þegar maður á að vera í sumarfríi og alltaf ætlar maður að byrja um næstu helgi og áður en maður veit af eru prófin byrjuð :o( Ég ætla að reyna að vera súper nörd um helgina og lesa lesa lesa.... Ég ætla rúlla upp bókmenntasöguprófinu, enda er ekki séns í helv... að ég sitji þann áfanga aftur. Ekki er það nú meira væl frá mér í bili og getur nú bara verið að maður fari að hætta þessari bloggvitleysu þar sem enginn KOMMENTAR á dramað í lífi mínu ;o)

2 Comments:

At 1:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þér gekk einmitt vel í seinna prófinu!! Til hamingju með það :) En endilega haltu áfram að blogga, þá má meira segja alveg vera dramkennt inn á milli, þannig er nú bara lífsins saga!

 
At 8:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þá er komin dagsetning á hasspatýið góða. ) september kæra frænka þá er um að gera að bruna vestur. SKILDUMÆTING...
Kv Esther

 

Skrifa ummæli

<< Home