hcandersenhus
mánudagur, febrúar 21, 2005
þriðjudagur, febrúar 15, 2005
2 vikur í heimkomuna...
Þorrablótið búið :o( en það var æðislega gaman. Ég hef ekki skemmt mér svona vel í langan tíma en við lentum í svolitlum erfiðleikum að komast þangað. Vaka var búin að fá lánaðan bíl til að fara með stelpurnar í pössun til Horsens en stelpan sveik hana þannig að það þurfti að fara af stað og finna annan bíl, sem tókst sem betur fer. Þetta vesen seinkaði samt brottförinni og svo náttúrulega snjóaði alls staðar og Danir vita ekki hvað vetradekk. Allt sat fast og það tók þær rúma 3 tíma að komast til Horsen sem tekur venjulega klukkutíma og kortér. Þær voru sem betur fer bara einn og hálfan klukkutíma að komast til baka en þá var klukkan orðin hálf sjö og við búnar að missa af rútunni upp í Hojby. Þær drifu sig í að hafa sig til og svo var tekin leigubíll á staðinn. Við komum rétt fyrir átta og reyndum að lauma okkur inn í salinn en það gekk ekki alveg. Gústi, vinur Ara og Vöku, var uppi á sviði að halda ræðu og þegar hann sá okkur sagði hann: Jæja, þar sem Vaka og vinkonur hennar eru komnar get ég sett þorrablótið. Allir litu við, horfðu á okkur og klöppuðu. Ekkert smá vandræðalegt en líka smá fyndið. Ég er nú ekki mikið fyrir þorramatinn en það var líka venjulegur matur. Ég fékk mér því íslenskt lambalæri með brúnni sósu, kartöflumús og grænum baunum, yammi, en það er nú ekki þorrablót nema maður fái smá smakk. Ekkert súrt samt fyrir mig en ég fékk mér hangikjöt og flatkökur og harðfisk.Eftir matinn og skemmtiatriðin voru borðin dregin til hliðar og hljómsveitin steig á svið. Á móti sól spilaði á ballinu og voru þeir bara nokkuð góðir. Við dönsuðum stöðugt allt kv.öldið og inn á milli var hlaupið á barinn, dálítið oft inn á milli enda áfengið ótrúlega ódýrt. Við vorum orðnar dálítið drukknar en samt bara svona skemmtilega drukknar. Um nóttina keypti ég mér svo ss pylsu, æðislega gott. Ballið var búið um þrjú leytið, við misstum hins vegar af rútunni heim aftur þar sem við áttum dálítið erfitt með að ná Vöku og Ellu út af ballinu. Það var því aftur að taka leigubíl til að komast heim. Ég var komin heim klukkan hálf fimm og mér var svo illt í fótunum eftir allan dansinn að ég gat varla gengið. Sunnudagurinn fór bara í ekki neitt, það var samt engin þynnka í gangi þótt ótrúlegt sé. Ég var bara sjúklega þreytt og lá því bara í sófanum allan daginn og glápti á imbann.
Í gær þurftum við svo að verja ritgerðina okkar og það gekk bara nokkuð vel. Ég var alla vegna sátt, fékk 8. Mér datt ekki í hug að ég myndi fá hærra en 6 þannig að ég var bara kát, hinar skvísunar voru ekki alveg sáttar við sína einkunn en svona er lífið. Í dag er ég hins vega lasin, gubbupest :o( ég fór samt í skólann en var send heim þar sem ég gat ekki tekið neina kúnna þannig að nú ligg ég bara uppi í sófa og læt mér leiðast. Annars er nú ekki meira í fréttum hérna í Danaveldi, ég bara bíð bara eftir að klára skólann og geta flutt heim....