fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Skriflegu prófin búin :o)

Mikið er maður nú fegin, mesta stressið búið í bili. Konan var bara orðin kolrugluð í höfðinu af öllum þessum lærdómi, vaknadi á nóttunni við það að ég var að þylja upp alls konar rugl á dönsku. Svo var nú geðheilsan líka orðin tæp, við Vaka sátum hérna í gær að læra og ég gjörsamlega tapaði mér. Byrjaði bara að hlæja útaf ekki neinu og ætlaði aldrei að geta hætt. En jæja svona er lífið. Skriflega förðunarprófið var í gær og það gekk bara ágætlega, að ég held og miðað við að ég lærði ekki neitt. Anatomiu prófið var svo í morgun og gekk bara mjög vel, þrátt fyrir allan grautinn í hausnum á mér. Ég klikkaði reyndar aðeins á meltingarkerfinu, víxlaði tyktarmen við tyndtarmen (veit ekki hvað þetta heitir á íslensku, sorry ;o) Nú eru bara verklegu og munnlegu prófin eftir, en áður en ég byrja að stressa mig á því þá ætla ég að skella mér á djammið. Ég er að fara á þorrablót á laugardaginn með Vöku og Ara og vinkonu Vöku frá Kaupmannahöfn. Það verður örugglega svaka stuð og ætlum við að drekka alla kunnáttu frá okkur. Ég skrifa aftur fljótlega og segi ykkur frá blótinu...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home