mánudagur, febrúar 21, 2005

Er ekki lífið æðislegt?

Mér finnst það alla vegna. Ok síðasta vika var reyndar hell... veikindi, túrverkir og biluð vekjaraklukka, svaka stuð. Þessi vika byrjar reyndar mjög vel en áður en ég segi ykkur frá því öllu þarf ég að segja ykkur frá því hvað ég var hugrökk á laugardaginn. Vaka manaði mig í að horfa á Gothika. Mig sem er mesta gunga á Íslandi, en ég var bara ekkert hrædd. Mér brá þó reyndar nokkrum sinnum en ekkert alvarlega. Í morgun var verklega prófið og það gekk bara þó nokkuð vel, var pínu stressuð þegar ég vaknaði og gleymdi mér aðeins í undirbúningnum. Allt í einu var klukkan næstum orðin 9 og ég hljóp út. Þegar ég var komin upp í skóla fattaði ég að ég gleymdi kirtlinum mínum, plokkarnum og naglaþjölinni heima, algjör hálfviti. Vaka var sem betur fer með 2 kirtla með sér, þannig að ég gat fengið annan lánaðan og fékk svo lánaðan plokkara hjá Nadiu. Jæja prófið gekk bara vel og svo þurftum við að bíða aðeins eftir einkuninni. Ég fékk 9, er bara mjög sátt við það. Sérstaklega þar sem það er yfirleitt ekki gefið hærra en 10 í verklegu prófunum, til að fá 11 eða 13 þarf prófið að vera fullkomið (sem kemur aldrei fyrir). Ég hringdi náttúrulega í mömmu til að segja henni góðu fréttirnar, algjör mömmustelpa, og það kom bara í ljós að mamma var ennþá betri fréttir. Hann elsku besti pabbi minn ætlar að bjóða okkur dætrunum og fósturdóttir í helgarferð til Parísar í tilefni af afmælinu hans og af því að við eru allar að útskrifast núna með stuttu millibili. Á ég ekki bestasta bestasta pabba í heimi? Ég verð að segja að án efa er hann bestur :o) Jæja ég ætti eiginlega að fara að þrífa af því að stelpurnar eru að koma hingað á morgun. Við ætlum að rifja aðeins upp fyrir munnlega prófið og svo eru mamma og amma að koma á fimmtudaginn. Þá verður allt að vera hreint og fínt. Jæja ætla hætta núna, læt ykkur vita hvernig hin prófin fara.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home