Þá er maður búin að fara í fyrsta sinni til Keflavíkur
Í dag fór ég í hina margumræddu brjósaminnkun. Ég fór af stað eldsnemma í morgun með móður minni og við héldum til Keflavíkur, en aðgerðin var framkvæmd þar. Við ströggluðum dálítið við að finna sjúkrahúsið, en það fannst á endanum. Okkur var vísaði inn í herbergi þar sem ég fékk alveg über töff föt til að fara í ;O) Ég þurfti þó að bíða smá eftir að komast í aðgerðina, en áður en ég komst þangað inn kom læknirinn og teiknaði á mig. Þetta var alveg eins og extreme makeover. Aðgerðin heppnaðist bara vel, enda er ég komin heim í faðm fjölskyldunnar. Mamma þurfti endilega að koma með einn hefðbundinn fjölskyldubrandara... Hún sagði að ég þyrfti nú að ganga bein í bakinu til að flagga því litla sem ég hefði :o) finnst ykkur hún ekki fyndin, reyndar held ég að ég hafi ekki haft svona lítil brjóst síðan ég var 12-13 ára. Núna sit ég hérna í sófanum hjá mömmu og pabba og reyni að hreyfa mig sem minnst því það er dálítið vont. Verst finnst mér þó að missa af skólanum og geta ekki farið á hestbak, en maður verður víst stundum að fórna einhverju til að græða eitthvað. Ég er búin að setja stelpunum fyrir það verkefni að taka fyrir mig glósur og Berglindi að hreyfa hestanna... Þetta eru nú stærstu fréttinar úr mínu lífi þessa daganna, vona að ykkar séu aðeins sársaukalausari...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home