In memorium
Hún Lady mín lést síðastliðinn laugardag, eftir rúmleg 15 ár á meðal okkar. Við systurnar fórum í fjallgöngu með hana Lady okkar upp á Enni og hún fór að atast í bjargfuglinum, smalahundur fram í rauðan dauðann. Hún virðist að farið of nálægt brúninni og henni skrikað fótur, enda ekki enn jafn fótviss og áður fyrr. Hún gleymdi stundum að hún var ekki lengur neitt unglamb.

Ég fékk því minn langþráða draum uppfylltan og fékk hund, og hún var skírð Lady eftir hundi frænku minnar í Svíþjóð.

Fjölskyldan fór saman austur í Maurholt og þar héldum við smá jarðaför handa litlu snúllunni minni. Hún fékk virðulega fylgd frá Golíat (besta vin hennar, að hans mati), Víði, Gáska og Spuna, auk þess sem nokkrir vinir þeirra slógust í hópinn. Ég gróðursetti svo fallegar, appelsínugular gerbíur á gröfinni og næsta vor ætlum við svo að gróðursetja fallegt tré þar og setja fallegan stein til minningar um hana Lady okkar.




