laugardagur, ágúst 18, 2007

Jájá...

ég veit að ég er búin að vera löt að blogga í sumar enda svo sem ekki búið að vera fréttnæmt sumar. Ég náði mér í einhverja hálsbakteríu þarna út í Danmörku og það tók mig þónokkuð langan tíma að losna við hana, meira að segja held ég að hún sé nú ekki alveg farin. Annars er maður bara búin að vinna, borða og sofa. Ég lenti í smá bílslysi á leið heim úr vinnu nú í byrjun ágúst, konan keyrði bara beint aftan á mig. Hún var nú ekki alveg að fylgjast með umferðinni og lenti aftan á mér á næstum því fullri ferð. Ég er búin að vera að drepast í bakinu síðan og missa helling úr vinnu vegna þess en nú er bara að reyna að harka af sér þar sem ekki er nú langt eftir af sumrinu. Það líður einnig hratt að sumarprófinu og er ég búin að sitja við og læra danska málfræði undanfarna daga. Ég var að læra fram að kvöldmat í dag en nennti svo ekki meir. Ég ákvað því þó það væri menningarnótt að vera bara heima í rólegheitunum og horfa á imbann og fara ekki alltof seint að sofa. Mér til mikillar ánægju virkaði bara ágæt dagskrá á RÚV og þar með talinn Les Rivières pourpres sem er ein af betri frönsku bíómyndum sem ég hef séð. Þið getið því ímyndað ykkur vonbrigði mín þegar myndin byrjaði og hún var talsett á ensku. Talsettar bíómyndir eru alltaf asnalegar og það er eitt þegar það er verið að dubba einhverjar lélegar Jackie Chan myndir en svona myndir á ekki að talsetja og það er hneyksli að RÚV skuli sýna þetta. Talsetningin eyðileggur algjörlega þessa annars frábæru mynd. Þetta ofbauð mér svo svakalega að ég settist niður og skrifaði mail til RÚV til að kvarta. Nú held ég að það sé komið nóg í bili, ætla að halda áfram að horfa á þessa frábæru mynd með þessu "fáranlega enska tali"