þriðjudagur, mars 13, 2007

Fyndið hvernig lífið lífið er stundum

Ég er frekar heimakær manneskja og alls ekki mikill djammari, eins og þið vitið kannski. Samt er búið að vera frekar mikið að gera hjá mér undanfarið. Við systurnar fórum saman á Incubus tónleikanna þann 3. mars og það var GEGGJAÐ! Eini gallinn var að Mínus hitaði upp og ég fíla þá alls ekki. Áður en tónleikarnir byrjuðu var ég upptekin í því að farða deildina hennar mömmu fyrir Intrum árshátíðina (sem ég btw missti af). Ég farðaði 9 kellur og var gjörsamlega búin eftir það, langaði helst heim að sofa en þurfti bara að hressa mig við og kom mér í gírinn fyrir tónleikanna. Ég á alls ekki von á því að ég taki aftur að mér svona svakalegan fjöldi í einu í förðun þó þetta sé alls ekki slæmt dagskaup.

Ég er líka búin að koma mér á kaf í félagslífið í dönskunni. Við Silla erum að reyna að endurlífga nemendafélagið og fyrsta verk á dagskrá var árshátíð hugvísindadeildar. Við skipulögðum mat og partý. Ég pantaðu borð á Tapas barnum og svo var partý hjá einni á fyrsta árinu. Mætingin var ótrúlega góð en við vorum alveg 16 sem mættum, sem er ca 50% af deildinni að ég held. Maturinn var mjög góður, dáldið spes og góð stemmning í partýinu. Ég held samt að engin okkar hafi farið á ballið, sem er svo sem allt í lagi. Höfuðmálið var að skapa einhverja stemmningu í hópnum. Næst á dagskrá er svo víst próflokapartý í maí sem ég bauðst víst til að halda, en það verður bara stuð.

Ég er svo að fara í mánuð til Danmerkur á námskeið við Syddansk universitet með Sillu og fleiri skvísum úr dönsku deildinni. Þetta verður stuð og gaman að fara aftur að gamlar heimaslóðir. Ég ætla að reyna svo að heimsækja Louise til Vejle og fara með Sillu á hennar heimaslóðir í Danmörku. Við ætlum svo að eyða lokahelginni í Kaupmannahöfn í afslöppun og verslun. Ég er svo að vona að ég komist á Hróarskeldu með systu, þ.e.a.s. ef hún ákveður að fara. Ég er búin að fá vinnu í sumar hjá Intrum, sem verður sniðin að þessum ferðalögum mínum. Ég man barasta ekki eftir fleiri fréttum eins og er...