föstudagur, maí 19, 2006

Røv og nøgler...

Fjand... tölvan mín dó rétt fyrir prófin og fór ég með hana í viðgerð, sem er svo sem ekki frásögu færandi, nema það tók þá 2 vikur að finna út hvað var að og svo aðrar 2 að gera við hana. Svo er tölvan ekki einu sinni í lagi, þeir eru samt búnir að laga það sem var að þegar ég fór með hana. Núna er það diskadrifið og e-ð annað skrítið að henni. Ég er alvarlega farin að halda það að tölvum sé einfaldlega illa við mig og þær séu búnar að skipuleggja e-ð svaka samsæri á móti mér. Eða þá að tölvugæjarnir eru að svindla stórlega á mér :( Við svona tilfelli er einungis hægt að segja Røv og nøgler ;-)

Nú er maður svo byrjaður að vinna, ég tók mér einungis 1 dag frí eftir prófin. Ég vildi að ég hefði tekið mér aðeins lengra frí til að jafna mig eftir þessa klikkuðu próftörn, en það er of seint núna. Ég er búin að eiga erfitt með að halda mér vakandi alla vikuna og hlakka ég því mikið til að taka því rólega núna um helgina og sofa :o) Mér gekk ágætlega, að ég held, í prófunum en það er einhver silagangur í þessum blessuðu kennurum að fara yfir prófin :( Ég er búin að fá einkunnir úr 2 prófum af 7 og þau gengu bara fínt. Núna ætla ég að hætta þessu röfli og fara að glápa á imbann. Eigið gott eurovision kvöld á morgun, þið ætlið enn að horfa þó að Ísland sé ekki með, og þið hin sem eruð í fýlu, jafnið ykkur og finnið ykkur e-ð skemmtilegt að gera ;o)

mánudagur, maí 15, 2006

Prófin búin...

Jæja þá eru prófin búin og það gekk bara ágætega, að ég held. Ég er ekki búin að fá alla einkunnir en þær hljóta að koma á næstu dögum. Ég nenni ekki að blogga meir núna, er alveg úrvinda úr þreytu...