laugardagur, desember 24, 2005

Jólin komin

jæja fólk... þá eru enn og aftur komin jól. Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, mér finnst svo stutt síðan að ég var að undirbúa jólaheimsókn frá Danmörku. Nú eru prófin búin og gekk mér bara ágætlega, að ég held. Það kemur í ljós fyrr eða seinna hvernig gekk. Núna ætla ég bara að einbeita mér að því að njóta jólanna og fjölskyldunnar. Það verður margt um manninn hjá okkur um jólin, því fyrir utan hina venjulega grunuðu þá verða báðar ömmur mína og litli bróðir hans pabba með okkur. Seinna um kvöldið bætast svo við Haukur og Helga og yndislegu dúllurnar þeirra. Aldrei þessu vant er ég alveg tilbúin fyrir jólin. Búin með jólaþrifin, jólainnkaupin og meira segja búin að pakka inn jólagjöfunum. Sama er þó ekki hægt að segja um fjölskylduheimilið, en það verður þó vonandi tilbúið fyrir jólahald fyrir klukkan 18 annað kvöld. Ég vil bara óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að njótið þeirra alveg til hins ýtrasta...

laugardagur, desember 10, 2005

Próf próf próf

jæja þá er prófatímabilið hafið og maður búin að vera innilokaður inni að læra. Ég er búin með tvö próf af fimm, jey... Fyrsta prófið var munnlegt próf í danskt mál og málnotkun og auðvitað rúllaði ég því upp ;o) neinei kannski ekki alveg en það gekk samt bara nokkuð vel. Í dag var svo málfræðiprófið, sem mér kveið þó nokkuð fyrir, en ég er búin að vera í svona studiegruppe með Söru og Halldóru og það reddaði mér alveg fyrir prófið. Nú er prófið búið og ég held að það hafi bara gengið ágætlega, er alla vegna búin að ná (held ég!). Ég er alveg búin á því núna og ætla því bara að taka því rólega í kvöld. Svo er bara að hefjast handa og læra fyrir hin prófin...