laugardagur, júlí 30, 2005

Verslunarmannahelgaleiðindi

Jæja þá er enn og aftur komið að verslunarmannahelginni og næstum allir farnir út úr bænum og ekkert að gera. Vinan er þó orðin nettengd, jey, og getur því dundað sér eitthvað með allir hinir liggja í áfengisdauða einhvers staðar ;o) Er þó að pæla að kíkja á Lindu vinkonu í kvöld enda orðið alltof langt síðan maður hefur hitt skvísu. Annars er nú ekki mikið í fréttum á þessum bæ, enn að leita að vinnu og bíð eftir að skólinn byrji þannig að maður hafi eitthvað að gera....

mánudagur, júlí 18, 2005

Mikið hefur skeð síðan síðast...

ég er þó ekki enn orðin nettengd þar sem Haukur frændi er ekki búin að koma í heimsókn og kippa því í laginn. En honum fyrirgefst þar sem hann hefur haft annað að gera eins og að verða pabbi, en ég eignaðist litla frænku 13. júlí. Hún er algjör snúður, hún var 19 merkur og 52 cm og hefur fengið nafnið Sunna María. Hún kom í fyrstu fjölskylduveisluna sína í gær en þá var Bendlind systir (eins og Steinunn Eva segir) að halda upp á 20 ára afmælið sitt. Ég var mjög dugleg í mömmuleiknum annað hvort með Sunnu Maríu eða Steinunni Evu. Örnu Lind frænku fannst ég taka mig voða vel út með svona lítið í fanginu og að ég ætti bara að drífa í því að koma með eitt. Ég sagði það að það væri ekkert mál ef hún gæti reddað mér kalli, en annars var ég búin að lofa Erlu vinkonu að vera næst í vinahópnum að koma með eitt svona kríli þannig að ég hef smá frest :o)

Annars er það helst í fréttum að við systurnar skelltum okkur á tónleika um daginn, á Queens of the stone age og Foo Fighters. Það var afmælisgjöfin hennar Berglindar frá mér. Það var æðislega gaman, en ég held að konan sé eitthvað að eldast því þegar ég kom út af tónleikunum var ég hálf heyrnarlaus. Það var eins og ég var með bómull í eyrunum og ég talaði dálítið hátt Berglindi til mikillar skemmtunar. Svo var það náttúrulega stór afmælið hjá systu, en hún og Alma Rut leigðu sal við Nauthólsvík til að fagna þessum tímamótum og auðvitað mætti maður á svæðið til að fagna með þeim. En þegar leið á kvöldið ákvað skvísan að skella sér í fullorðins partý og var sníkt far með mömmu gömlu, þegar hún kom að sækja gjafirnar, upp í Breiðholt í partý til Höllu vinkona. Annars er nú ekki meira í fréttum eins og er, ég bara búin að vera í rólegheitunum undanfarið...