sunnudagur, september 19, 2004

88 dagar

ég varð eiginlega bara þunglynd :o( 88 dagar þangað til ég kem heim í jólafrí. Lífið hér í Danmörku gat ekki orðið leiðinlegra, en nei, ég þurfti endilega að athuga hvað það var langt í jólafríið. En jæja það þýðir ekki að velta sér upp úr því. Það mun vonandi verða aðeins líflegra hérna á næstunni. 1. október erum við að fara í einhvern kastala eða höll (Vaka segir að það sé munur en ég held ekki) og munum við víst taka fólk í andlitsböð og förðun þar, jey. En þetta þýðir frí eftir hádegi í skólanum og pening í vasann, þannig að það er gott. Ég stakk upp á því að við skelltum okkur allar saman út að borða um kvöldið, líka nýju stelpurnar. Reyna að þjappa hópnum aðeins saman og mingla aðeins utan skólans og án hjúkkusloppanna. Ég er líka að gera mitt besta að láta L-gengið ekki fara í taugarnar á mér, þ.e. Louise, Laila og Lotte, en það gengur misvel eftir dögum... Ég tók mig til og samdi bréf, með aðstoð móður minnar, til að senda á snyrtistofur útaf verknámi og ætlar hún yndislega systir mín að koma þeim í póst fyrir mig, þannig að allir eiga að krossleggja fingur og biðja um að ég fái verknám þannig að ég komist heim. Ef ég fæ ekki verknám heima þá neyðist ég til að búa hérna lengur og ekki að það sé slæmt (mjög gott að búa í Danmörku), en mig langar heim vegna þess að það er best að búa á Íslandi. Okey, ég veit... Ég hljóma eins og ég sé með sjúklega heimþrá, sem er satt, en no worrys! Ég kemst yfir það, vonandi ;o)

þriðjudagur, september 14, 2004

Èg er víst...

ekki jafntækniheft og ég hélt. Ein myndin slysadist víst inn á bloggid mitt, veit ekki alveg hvernig tad skedi. En nú getid tid alla vegna séd Urdi og Spuna ;o)

miðvikudagur, september 08, 2004

Jæja þá er það staðfest

... ég er tækniheftasta manneskja sem fyrirfinnst :o) Ég ætlaði að reyna að setja myndir af litlu dúllunni minni inn á bloggið mitt þannig að þið gætuð séð hvað er sætur, en ég er svo ekki tölvunörd þannig að það verður að bíða. Sendi myndirnar á maili, vona ad tid hafid fengid tær. Annars er ekki mikið að frétta héðan frekar en venjulega, nema ég komst loksins út úr húsinu. Við Vaka skelltum okkur í bíó, á I, robot, sem ég verd ad segja er med leidinlegri myndum sem ég hef séd en tad var ædislegt ad komast út úr húsinu. Hérna er einhver flensa i gangi og er næstum allir í skólanum búnir ad liggja í rúminu, krosslegg fingurnar ad ég leggist ekki í rúmid... En ekki er mikid í fréttum en vonandi hef ég stórar fréttir fljótlega, jibbý....


Urður og Spuni í sumarsólinni Posted by Hello