hcandersenhus
laugardagur, október 18, 2008
miðvikudagur, október 01, 2008
Drungi og dauði...
allt er bara að fara til fjandans :@ Það streyma yfir okkur fréttir um fall krónunar, Glitnir orðin ríkisbanki, samsæriskenningar og svo eru það fjöldauppsagnirnar. Ég verð að vera sammála henni systur minni í því, og draga því tilbaka kvartanir mínar um að vera orðin þetta gömul og eiga ekki neitt, að fagna því að vera bara fátækur námsmaður sem á ekki neitt og skuldar ekki neitt (nema náttúrulega námslánin). Verst að maður var ekki forsjáll og keypti dollarann þegar hann var 67 kr, maður gæti grætt þokkalega á að selja hann í dag. En er ekki komin tími á að þetta blessaða fólk sem við kusum (eða ekki kusum eftir því hvar stjórnmálaskoðanir hvers og eins liggja) geri eitthvað í málunum áður málin verða verri. Á samt ekki von á því þar sem þetta fólk er vitagagnslaust með vitagagnslausan forsætisráðherra í fararbroddi. Jæja er nú hætt þessu þunglyndiskasti í bili.fimmtudagur, september 18, 2008
I am the biggest looser!!!
Jáhá ég vann biggest looser viku okkar mæðgna :o) Mjög stolt af sjálfri mér, missti 2,5 kg. Ég get samt ekki sagt að ég mæli með þessu. Það var mikil svengd upplifuð í þessari viku og allir orðnir frekar orkulausir í restina. Nú er bara að halda áfram á þessari leið og taka af fleiri fleiri fleiri kg. Um að gera að vera orðin flott og fitt fyrir USA-ferðina í vor :o) Jæja annars er nú ekki mikið meira í fréttum en þetta, lífið gengur bara sinn vanagang.þriðjudagur, september 09, 2008
Skólinn byrjaður
og ég er að komast í gírinn :) Annars er nú allt við það sama á þessu heimili, ritgerðin er reyndar klár og ætla ég að skila henni á morgun. Það verður nú gott að koma henni frá sér, og geta bara einbeitt sér að skólanum. Svo verður líka tekið á því í ræktinni, en við mæðgurnar ætlum að byrja á biggest looser viku á morgun,bara svona að gamni. Svona til að sjá hvort þetta bigges looser dót virki. Erum komnar með mataráætlun og svona.... Leyfi ykkur að fylgjast með hvernig þetta gengur allt saman.sunnudagur, ágúst 31, 2008
sunnudagur, ágúst 10, 2008
Golíat
Við eigum þennan frábæra hest sem heitir Golíat. Hann var keyptur fyrir nokkrum árum fyrir hana Berglindi systur því hana vantaði reiðhest. Þessi rauðblesóttadúlla fékk nafnið Golíat þar sem hann var og er töluvert stærri en hin hrossin í eigu fjölskyldunar. Hann ber þó ekki alveg nafn með rentu þar sem hann hefur ósköp lítið hjarta, en hann bætir það upp með risastórum persónuleika.
Ég fór með pabba austur í Maurholt um verslunarmannhelgina til að fara á hestbak og Golíat, þessi elska, kemur alltaf skokkandi þegar ég flauta á hann. Hann er reyndar ekki lengur einn um að gera það þar sem hann Gáski minn virðist vera búin að fatta það að þegar við erum á svæðinu jafngildi það einhverju gotteríi handa þeim. Og með honum fylgja venjulega Víðir og Spunalingurinn minn. Þeim finnst sko brauðið gott :o)
En aftur að sögunni... Við pabbi stóðum sem sagt þarna í miðjum haganum í Maurholti með strákanna okkar en skvísulísurnar voru hvergi sjáanlegar þannig að ég rölti af stað í leit að þeim. Og viti menn hann Golíat ákvað að slást í leitarhópinn, hann elti mig alla leiðina að hópnum sem skvísurnar voru í og alla leiðina aftur upp í gerði, fast á hæla mér á meðan ég rak allt hitt stóðið á undan mér. Ef ég þurfti að stoppa þá stoppaði hann, yfirleitt með nefið í bakinu á mér og ef ég þurfti að beygja þá beygði hann. Svona gekk þetta alla leiðina í gerðið og rákum við því lestina inn í gerðið. Þeir sem halda því fram að hestar hafi ekki persónuleika þurfa sko að kynnast
sunnudagur, júlí 13, 2008
In memorium
Hún Lady mín lést síðastliðinn laugardag, eftir rúmleg 15 ár á meðal okkar. Við systurnar fórum í fjallgöngu með hana Lady okkar upp á Enni og hún fór að atast í bjargfuglinum, smalahundur fram í rauðan dauðann. Hún virðist að farið of nálægt brúninni og henni skrikað fótur, enda ekki enn jafn fótviss og áður fyrr. Hún gleymdi stundum að hún var ekki lengur neitt unglamb.Lady kom til fyrst til okkar í júní 1993, en ég var búin að suða lengi í foreldrum mínum um að fá hund og þegar tækifærið kom að fá Lady greip ég það. Mamma var stödd út á landi og þegar hún kom heim tilkynnti ég henni að ég væri búin að fá hund og spurði hvort ég mætti fara og ná í hann. Það kom fát á hana móður mína og hún spurði hvort við gætum ekki fengið hana á morgun því við ættum ekkert til að gefa henni að borða.
Ég fékk því minn langþráða draum uppfylltan og fékk hund, og hún var skírð Lady eftir hundi frænku minnar í Svíþjóð.
Ég fékk því minn langþráða draum uppfylltan og fékk hund, og hún var skírð Lady eftir hundi frænku minnar í Svíþjóð.
Við Lady höfum átt margar góðar stundir í gegnum árin og hún hjálpaði mér í gegnum marga erfiða tíma. Lady hefur einnig heillað marga vini og ættingja, þá sérstaklega yngri meðlimina, enda falleg og ljúf í viðmóti. Hennar verður sárt saknað.
Fjölskyldan fór saman austur í Maurholt og þar héldum við smá jarðaför handa litlu snúllunni minni. Hún fékk virðulega fylgd frá Golíat (besta vin hennar, að hans mati), Víði, Gáska og Spuna, auk þess sem nokkrir vinir þeirra slógust í hópinn. Ég gróðursetti svo fallegar, appelsínugular gerbíur á gröfinni og næsta vor ætlum við svo að gróðursetja fallegt tré þar og setja fallegan stein til minningar um hana Lady okkar.