þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Foreldrar mínir hafa ekki mikið álit á mér....

en ég lenti í því áðan að bíllinn minn dó. Það kviknaði olíuljósið og það pípti, síðan kviknaði vélarljósið og svo dó bíllinn minn. Ég var að keyra á Sæbrautinni og náði að láta bílinn renna inn í Skúlagötuna. Þar sat ég, alveg í rusli og hringdi í mömmu. Og hvað haldið þið að hún hafi spurt: Er hann ekki bara bensínlaus? Þetta voru líka fyrstu viðbrögðin hjá honum pabba mínum. Hvað halda þau að ég sé??? Einhver algjör ljóska nýkomin með bílpróf!!!! Ohhh nei bíllinn dó... Úpps ég gleymdi að setja bensín á bílinn! Come on fólk! Annars held ég að ég sé búin að finna orsök vandans... vatn virðist vera orsökin og það kemur vonandi í ljós betur á fimmtudaginn þegar hann fer í check til Heklu. Ég kom honum á endanum í gang aftur og komst heim.

4 Comments:

At 12:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

HAHA... Agnes ljóska... sé það ekki alveg fyrir mér ;)
En settu svo linkinn á bloggið mitt inn á síðuna þina... annars verð ég sárlega móðguð....
www.erlag.bloggar.is

ps. eins gott að bíllinn verði kominn í lag þannig að þú mætir í ræktina á morgun!!!! ;)

 
At 3:49 e.h., Blogger Agnes said...

Það er linkurinn inn á bloggið þitt á síðunni minni og hefur alltaf verið

 
At 11:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

þú getur náttúrulega verið svoldið glær stundum:) hvað er annars málið með Betty Boop æðið hjá þér??

 
At 1:39 e.h., Blogger Agnes said...

Veit ekki alveg hvernig stendur á því....

 

Skrifa ummæli

<< Home