sunnudagur, febrúar 17, 2008

Amma fékk nöfnu í dag

Hann Albert frændi var að skíra litlu snúlluna sína í dag og fékk hún nafnið Erna Magnea. Í höfuðið á föðurömmunni og afanum, en amma okkar heitir Magnea og afi hét Örn. Hún ber nafnið vel litla skvísan og hún er svo lík pabba sínum. Það er líka smá svipur af mér á henni. Ég set inn myndir af henni þegar ég fæ þær og þá getið þið dæmt um það sjálf.


Hún Helga hans Hauks frænda sendi mér myndir af mér og Sunnu Maríu frá því um jólin. Þær sýna vel hvað henni frænku minni finnst gaman að hnoðast á fjölskyldumeðlimunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home