Sunnudagur á morgun :(
Kræst hvað dagarnir hverfa einhvern veginn. Það varð ekki eins mikið úr deginum í dag eins og ætlunin var. Ég fór aðeins á flakk með mömmu og Sunnu Maríu. Síðan fór ég með Lady í göngutúr og hún litla frænka mín vildi sko endilega fara með, þó hún væri nú ekki beint klædd fyrir slíkt. Maður þrasar sko ekki við litla skoffínið og hún fékk að koma með. Hún vildi sko líka halda ein í tauminn, svaka stór stelpa. Verst var að við vorum rennandi blautar þegar við komum tilbaka. Ég dreif mig svo í búðina, verslaði pínu og hélt svo heim í húsmóðurleik. Það á nefnilega að skíra litlu frænku mína (hana Helgu Kristínu eins og pabbi kallar hana) á morgun og ég lofaði mömmu að hjálpa til með því að baka smá. Og nú þegar það er búið þá ætla ég að setjast niður og læra aðeins. Jáhá það er sko alltaf líf og fjör á þessum bæ :o)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home