miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Ég er sko engin bévítans íþróttaálfur


...komst sko að því í dag þegar við Erla mættum fyrsta daginn okkar í háskólaræktina. Ég var kannski aðeins of metnaðarfull og ætlaði sko að taka þetta með trompi. Spurningin er hins vegar hvort maður eigi ekki að gera þetta hægt og rólega og byggja upp smá þol og styrk. Hvað finnst ykkur? Næst er mæting í ræktina á morgun. Það er bara spurning hvort maður komist framúr??? Nei annars nú er bara harkan á þessu heimili, enginn helv... aumingjaskapur!!! Og svo verð ég aðalskvísan í bænum í sumar ;o)

1 Comments:

At 2:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ussussuss...verður nú að berjast við mig um þennan titil...ég er nú alveg á hraðri leið to babe town;)

annars líst mér vel á þetta hjá ykkur...um að gera að taka þetta hægt og rólega alla vega svona til að byrja með:)

 

Skrifa ummæli

<< Home