I am Back!
Ég endurvekja bloggið mitt og ætla að reyna að verða virkur bloggari. Ég veit ekki hvursu áhugavert þetta verður en mun reyna að hafa þetta líflegt. Ég get ekki sagt að það hafa orðið neinir stórviðburðir síðan í september þegar ég birti seinasta blogg. Skólinn gekk sinn vanagang með prófum í desember, sem gengu bara vel, og síðan tók við vel þegið jólafrí. Kózýheit heima hjá mömmu og pabba og góðar stundir með familíunni. En svo lauk himnaríkinu og janúar byrjaði og þar með skólinn. Ég get svo sem ekki kvartað mikið. Ég mæti bara einu sinni í viku í skólann, hina kúrsanna horfi ég á heima þökk sé tækninni og svo er ég líka að vinna í B.A. ritgerðinni minni, þ.e.a.s. fyrri B.A. ritgerðinni minni. Ég ætla að skrifa um danskar barnabókmenntir á árunum 1900-1950 og hvaða áhrif heimstyrjaldirnar höfðu á þær. Mér finnst þetta frekar spennandi efni og það verður vonandi áhugavert að vinna í henni.
Hestarnir mínir eru komnir í bæinn en það hefur nú ekki beint verið veður til mikilla útreiða. Ég fór svo með honum föður mínum norður í land um seinustu helgi og gisti á Gauksmýri. Í viðveru minni tók ég hann Gáska í reynsluprufu og það gekk bara vel. Við náðum bara ágætlega saman. Ég ákvað að hafa hann aðeins lengur á Gauksmýri og fara þangað aftur og prufa hann utandyra, þar sem ekki var hægt að fara í útreiðartúr vegna snjós.
Ég hef hins vegar nægan tíma núna fyrir bæði skóla og hestanna þar sem ég er nú hætt að vinna. Jamm er sko bara orðin iðjulaus námsmaður... jáhá sko bara lúksus líf á þessum bæ ;o)
Hestarnir mínir eru komnir í bæinn en það hefur nú ekki beint verið veður til mikilla útreiða. Ég fór svo með honum föður mínum norður í land um seinustu helgi og gisti á Gauksmýri. Í viðveru minni tók ég hann Gáska í reynsluprufu og það gekk bara vel. Við náðum bara ágætlega saman. Ég ákvað að hafa hann aðeins lengur á Gauksmýri og fara þangað aftur og prufa hann utandyra, þar sem ekki var hægt að fara í útreiðartúr vegna snjós.
Ég hef hins vegar nægan tíma núna fyrir bæði skóla og hestanna þar sem ég er nú hætt að vinna. Jamm er sko bara orðin iðjulaus námsmaður... jáhá sko bara lúksus líf á þessum bæ ;o)
3 Comments:
Maður nær aldrei að spjalla neitt þar sem þú ert bara í einum tíma!!! Gaman að sjá nýtt blogg :)
naunaunau...hvað er að gerast??? nýtt blogg, hvað kemur til???
líst vel á þú verðir dugleg að blogga:) fínt að fá eitt blogg í viðbót í blogghringinn.
Vúhú... ég skal vera dugleg að commenta hjá þér ef þú gerir það líka hjá mér...heheheh...
gamana að sjá þig aftur hér á veraldarvefnum!!
Skrifa ummæli
<< Home