þriðjudagur, mars 22, 2005

Andskotans flensa

Haldið þið ekki að maður sé ekki bara lagstur í rúmið með kvef og hálsbólgu. Þetta er nú meira helvítið, eins og maður nenni eitthvað að standa í þessu. Annars er nú mest lítið í fréttum hérna. Esther frænka kom í bæinn um helgina og það átti að fara á frænkna/systra kvöld á laugardeginum en það varð því miður ekkert úr því þar sem litli frændi minn var svo lasin að það þurfti að fara með hann á læknavaktina. Við áttum samt ágætis kvöld hérna. Systir hennar mömmu og maðurinn hennar komu í mat ásamt yngstu dótturinni og það var mikið hlegið. Annars er heimilið okkar búið að vera eins og gistiheimili seinustu daga. Esther kom ásamt sínum krökkum á föstudaginn, Þóra Marý kom á laugardeginum og svo amma á sunnudeginum. Það þurfti nú mikla skipulagningu til að koma öllum fyrir, en það gekk. Nú er mjög hljótt hérna enda vestfirðingarnir allir farnir heim. Naglaskólinn er í full swing og sjálfboðaliðar í módelstörf mega endilega hafa samband....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home