miðvikudagur, janúar 12, 2005

Stormur og stuð

... Eins og þið vitið, þá var brjálað veður hérna á föstudaginn en bjáninn ég vissi það ekki. Það var víst búið að gefa út stormviðvörun og fólki sagt að halda sig innandyra. Mér fannst bara vera leiðinlegt veður og rölti mér því út í sjoppu (en nennti samt ekki út í videoleigu). Danirnir fengu alveg sjokk þegar þeir fréttu að ég hefði farið út, snarbilaður íslendingur :o) En jæja, ég lofa að setja mig ekki aftur í hættu (mamma þú þarft ekki að senda mér sms í hvert skipti sem það kemur slæm veðurspá fyrir Danmörk ;o)

Á sunnudeginum komu stelpurnar svo til mín í study group (mjög amerískt) en það var mjög gaman og gagnlegt. Við sátum hérna í 5 tíma og hlýddum hvor annarri yfir og tróðum í okkur nammi (hollustan í fyrirrúmi). Ég vildi hefðum verið búnar að gera þetta fyrr og oftar því við lærðum mjög mikið af því. Við ætlum að reyna að hittast alla vegna einu sinni enn fyrir prófin og þetta hjálpar okkur Vöku líka með að svara á dönsku og undirbúa okkur undir munnlega prófið. Núna fer allt í full swing, fyrsta prófið er núna 31. jan og svo aftur 10. feb. Það eru skriflegu prófin. 14. feb þarf ég svo að segja frá ritgerðinni minni, svo eru próf aftur 21. og 23. feb og það eru verklegu prófin. Skriflega prófið í förðuninni er þarna einhvers staðar, er bara ekki alveg viss hvenær. Síðasta og prófið sem mér kvíður mest fyrir er 24. feb, munnlega prófið :o( og svo er útskriftin um kvöldið :o) Þetta verður fjörugt.

Í gær fór ég og keypti mér sófa, rauðan leðursófa. Þetta var ævintýraleg ferð, 4 strætóferðir og heilmikil ganga. Við vorum alveg úrvinda þegar við komust loksins heim til Vöku en þetta var alveg þess virði því ég fékk flotta rauða leðursófann minn á 78 þús í staðinn fyrir 160 þús (sem hann kostar í Húsgagnahöllinni heima). Það verður sko litaupplifun hjá ykkur að koma heim til mín í "nýju íbúðina" mína... það verður eplagrænt, appelsínugult og rautt í bland við háglans hvítt. Ég hlakka sjúklega mikið til að sjá hvernig þetta kemur út.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home