fimmtudagur, mars 17, 2005

Hvað haldið þið....

skvísan er bara orðin 25 ára... Algjör ellismellur, nei sko aldeilis ekki samkvæmt honum yndislega litla frænda mínum þá er ég sko bara ung. Hann kann sko að koma sér í mjúkinn hjá frænku sinni ;o) Það voru nú samt engin stór fagnaðarlæti, smá matarboð með the usual suspects s.s. amma gamla, frændi og frú ásamt börnum og svo einn leynigestur þ.e. pabbi fóstursystur minnar var fulltrúi vestfirðinga. Skvísan fékk dýrindis mat framreiddan af móður og fyrrgreindri fóstursystur, sem einnig gerði ljúffenga franska súkklaði köku í eftirrétt. Eftir matinn voru afhentir pakkar og sko engir smá pakkar (hélt að þegar maður væri orðinn svona gamall fengi maður ekki svona marga pakka). Ég á líka svo smekklega fjölskyldu að allar gjafirnar voru stíleseraðar við rauða leðursófann, sem keyptur var í Danmörku, og litinn á svefnherbergisveggjunum. Þið, hinir partýsjúku vinir mínir, þurfið hins vegar ekki að örvænta. Það verður haldið upp á aldarfjórðunginn í náinni framtíð, þ.e. þegar íbúðin mín er komin í standið. Þá verður slegið upp heljarinnar afmællis-, útskriftar- og innflutningspartýi og þá getið þið séð þessar geggjuðu gjafir sem ég fékk frá fjölskyldunni minni. Nú ætla ég hins vegar að koma mér í háttinn þar sem hún frænka mín er að koma í bæinn á morgun með litlu englanna sína og ég ætla að sækja þau á flugvöllinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home