mánudagur, janúar 31, 2005

Þá eru prófin byrjuð :o(

Fyrsta prófið var í morgun og ég held að það hafi gengið ágætlega. Ég fékk samt smá í magann þegar Vaka og Louise komu út og þær voru eitthvað stressaðir yfir því hvernig þeim gekk, en svo ákvað ég bara að eyða ekki tíma í að velta mér upp úr því og einbeita mér bara að næstu prófum. Ég var alveg úrvinda þegar ég var búin í prófinu enda búin að sitja við alla helgina að læra þannig að í dag ætla ég bara að slugsa, horfa á tvið og svona. Á morgun verður svo byrjað að læra fyrir anatomi prófið, sem er á fimmtudaginn í næstu viku og svo er það náttúrulega skriflega förðunarprófið, sem er á miðvikudaginn í næstu viku. Ég ætla nú samt ekkert að stressa mig neitt sérstaklega fyrir það, bara að renna aðeins yfir efnið og gera mitt besta. Þegar þessi píning er búin þá eru 3 próf í viðbót, 2 verkleg og 1 munnlegt. Útskriftin er svo 24 febrúar, jey (það er ef maður nær) og ætla mamma og Esther amma að koma út í útskriftina og til að hjálpa mér að pakka öllu draslinu. Við ætlum svo að stoppa aðeins í Kaupmannahöfn áður en það er haldið heim. Ég kem heim 1. mars fyrir ykkur sem viljið vita, loksins :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home