miðvikudagur, apríl 18, 2007

Lífið gengur sinn vanagang...

þótt ég sé löt að blogga. Eins og vanalega hefur nú ekki mikið gerst síðan seinasta blogg var póstað. Það er bara búið að vera skóli, vinna og hestar. Páskarnir komu og fóru á 1 sekúndu og ekki varð eins mikið úr þeim og áætlað var. Skvísan ætlaði að vera voða dugleg og læra en eins og þið vitið verður oft lítið úr svona plönum. Ég náði þó að klára Dogme ritgerðina mína og ríða dálítið út. Guðný vinkona átti 25 ára afmæli á mánudaginn og var surprise veisla haldin fyrir hana. Greyið fékk alveg áfall en var samt voða ánægð. Hún og Sigrún ætla svo að halda upp á sameiginlegt afmæli á laugardaginn. Það verður voða gaman, þó get ég ekki djammað neitt þar sem ég verð að víst að læra fyrir próf. Fyrsta prófið mitt er 28. apríl og seinasta er 11. maí. Lokapartý dönskudeildarinnar verður svo haldið 18. maí og svo er það bara Danmörk 22.maí. Nenni ekki að deila meira með ykkur núna kannski þegar ég hef frá meiru að segja.

2 Comments:

At 1:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt sumar :)
Úff það er allt of stutt þar til við förum út!!!

 
At 12:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey ...

Var að kíkja á síðuna þína núna og var að sjá þetta "nýja" blogg ... sem ég var ofboðslega ánægð að sjá þar sem þú bloggar nánast ALDREI=) hehehe

en gangi þér vel í prófunum skvísa;-) sjáumst næst í kvöldhr. jíjíhúú ...

KV. Aldís

 

Skrifa ummæli

<< Home