miðvikudagur, júní 25, 2008

Ætli að það sé ekki kominn tími á nýtt blogg

...þó svo að ekki sé mikið nýtt í fréttum. Skólinn gekk bara vel, nokkuð sátt við árangurinn. Ég er bara að reyna að koma mér í að skrifa B.A. ritgerðina mína, það gengur ekki alltof vel. Ég verð að fara að verða harðari við sjálfan mig og pína mig til að setjast niður og byrja að skrifa. Þetta kemur allt saman, þarf bara að komast í groovið. Annars er nú ekki mikið í fréttum, bara búin að vinna og vinna svo meira. Júlí verður vonandi aðeins meira fjör í enda Landsmót hestamanna og brúðkaup Erlu og Hlyns. Þannig að vonandi verður meira um fréttir og fjör í næsta bloggi.

2 Comments:

At 12:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvenær er landsmót hestamanna ?

Hlakka annars til að sjá þig eftir viku!! veiii

 
At 3:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Farðu nú að jafna þig á veikindum og komdu til mín í vinnuna;)

 

Skrifa ummæli

<< Home