laugardagur, október 14, 2006

Langt síðan síðast

... ég veit. Ég er búin að vera svo löt í þessum bloggbransa enda svo sem ekki mikið skeð til að blogga um. Allur tími manns fer í skólann og vinnuna. Núna er þetta orðið uppsafnað þannig að hér koma smá fréttir

Ég tók mig til og hélt föndurkvöld. Mæting reyndist ekki vera eins góð og hún upphaflega leit út fyrir að hún yrði. Við enduðum hérna 3 saman. Ég, Sara og Erla, jú og auðvitað Hinrik Valur... Það var svo sem ágætt því að þegar við föndurskvísurnar vorum búnar að dreifa úr okkur var ekki mikið meira pláss fyrir neinn annan. Erla skutlaði svo litla gæjanum heim til pabba og náði í Guðný í baka leiðinni, sem by the way föndraði ekkert. Hún bara talaði og talaði og talaði og skellti í sig smá bjór. Síðan var skvísa farin á djammið. Við hinar sátum áfram fram á nótt við föndrið enda erfitt að hætta þegar maður er kominn á skrið. Þetta var rosa fínt kvöld, sem verður vonandi endurtekið við tækifæri.

Seinasta föstudag fór ég svo í vinnupartý en áður en það hófst skellti ég mér í smá bæjarflakk í leit að buxum, sem var kannski ekki svo sniðugt því ég kom heim með buxur, pils, bol, skó og stígvél (sem reyndar eru jólagjöfin mín frá foreldrunum). En jæja ég er nú á annað borð stelpa og verð nú að leyfa mér svona verslunarferðir öðru hvoru, er það ekki? Ég mætti því í vinnupartýið uppstríluð í nýju fötunum, ægilega ánægð með sjálfa mig. Partýið var svaka stuð og langt síðan ég hef hlegið svona mikið á einu kvöldi, en þessir krakkar sem ég er að vinna með eru algjört æði. Hópurinn nær svakalega vel saman og stefnt er á annað svona kvöld fljótlega.

Í gærkveldi var mér svo boðið í mat til Heiðu, heima hjá henni Erlu, en skvísan varð 24 ára á miðvikudaginn. Til hamingju með afmælið skvís. Hún eldaði fyrir okkur ægilega góðan indverskan karrýkjúkling, mér sem finnst yfirleitt allt með karrý vont fannst þessi réttur bara nokkuð góður. Ég á eftir að fá uppskriftina svo ég geti eldað fyrir familyuna. Skemmtilegast var þó bara að hitta stelpurnar allar saman, það skeður ekki nógu oft þar sem Heiða býr í Borgarnesi eins og er. Hún var náttúrulega með litlu Birtu með sér, sem hefur stækkað ótrúlega síðan ég sá þær síðast. Við sátum og spiluðum og kjöftuðum og hlógum fram eftir kvöldi. Ég keyrði þær svo í bæinn um 2leytið, var orðin frekar lúin þannig að ég fór bara heim að lúlla. Hrós kvöldsins á hann Hlynur en var einn heima með bæði börnin svo mömmurnar kæmust á djammið.

Nú er ég svo sem búin að stikla á stóru yfir atburði frá síðasta bloggi. Ég var að koma úr bíó með henni frænku minni. Ég skuldaði henni bíóferð frá því í sumar þar sem ég sagði við hana að við myndum fara "seinna" í bíó og síðan þá hafa foreldrar hennar ekki getað notað orðið "seinna" því að þá er hún upptekin, hún er að fara í bíó með Agnesi frænku. Ég ætla að skilja við ykkur með þessari grein sem kennari minn las upp um daginn í tíma úr gömlu kvennablaði, endilega kommentið á hvað ykkur finnst...

Housekeeping Monthly, May 13, 1955.
The Good Wife's Guide

Have dinner ready. Plan ahead, even the night before, to have a delicious meal ready, on time for his return. This is a way of letting him know that you have been thinking about him and are concerned about his needs. Most men are hungry when they come home and the prospect of a good meal (especially his favourite dish) is part of the warm welcome needed.

Prepare yourself. Take 15 minutes to rest so you'll be refreshed when he arrives. Touch up your make-up, put a ribbon in your hair and be fresh-looking. He has just been with a lot of work-weary people.

Be a little gay and a little more interesting for him. His boring day may need a lift and one of your duties is to provide it. Clear away the clutter. Make one last trip through the main part of the house before your husband arrives.

Gather up schoolbooks, toys, paper etc. and then run a dust-cloth over the tables. Over the cooler months of the year you should prepare a light fire for him to unwind by. Your husband will feel he has reached a haven of rest and order, and it will give you a lift too. After all, catering for his comfort will provide you with immense personal satisfaction.

Prepare the children. Take a few minutes to wash the children's hands and faces. (If they are small), comb their hair and, if necessary, change their clothes. They are little treasures and he would like to see them playing the part. Minimise all noise. At the time of his arrival, eliminate all noise of the washer, dryer or vacuum. Try to encourage the children to be quiet.

Be happy to see him. Greet him with a warm smile and show sincerity in your desire to please him. Listen to him. You may have a dozen important things to tell him, but the moment of his arrival is not the time. Let him talk first - remember, his topics of conversation are more important than yours. Make the evening his. Never complain if he comes home late or goes out to dinner, or other places of entertainment without you. Instead, try to understand his world of strain and pressure and his very real need to be at home and relax.

Your goal: Try to make sure your home is a place of peace, order and tranquillity where your husband can renew himself in body and spirit. Don't greet him with complaints and problems. - Don't complain if he's late home for dinner or even if he stays out all night. Count this minor compared to what he might have gone through that day.

Make him comfortable. Have him lean back in a comfortable chair or have him lie down in the bedroom. Have a cool or warm drink ready for him. Arrange his pillow and offer to take off his shoes. Speak in a low, soothing and pleasant voice. Don't ask him questions about his actions or question his judgment or integrity. Remember, he is the master of the house and as such will always exercise his will with fairness and truthfulness. You have no right to question him.

A good wife always knows her place.

1 Comments:

At 11:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir æðislegt gærkvöld :)

 

Skrifa ummæli

<< Home