sunnudagur, júlí 13, 2008

In memorium

Hún Lady mín lést síðastliðinn laugardag, eftir rúmleg 15 ár á meðal okkar. Við systurnar fórum í fjallgöngu með hana Lady okkar upp á Enni og hún fór að atast í bjargfuglinum, smalahundur fram í rauðan dauðann. Hún virðist að farið of nálægt brúninni og henni skrikað fótur, enda ekki enn jafn fótviss og áður fyrr. Hún gleymdi stundum að hún var ekki lengur neitt unglamb.

Lady kom til fyrst til okkar í júní 1993, en ég var búin að suða lengi í foreldrum mínum um að fá hund og þegar tækifærið kom að fá Lady greip ég það. Mamma var stödd út á landi og þegar hún kom heim tilkynnti ég henni að ég væri búin að fá hund og spurði hvort ég mætti fara og ná í hann. Það kom fát á hana móður mína og hún spurði hvort við gætum ekki fengið hana á morgun því við ættum ekkert til að gefa henni að borða.
Ég fékk því minn langþráða draum uppfylltan og fékk hund, og hún var skírð Lady eftir hundi frænku minnar í Svíþjóð.
Við Lady höfum átt margar góðar stundir í gegnum árin og hún hjálpaði mér í gegnum marga erfiða tíma. Lady hefur einnig heillað marga vini og ættingja, þá sérstaklega yngri meðlimina, enda falleg og ljúf í viðmóti. Hennar verður sárt saknað.

Fjölskyldan fór saman austur í Maurholt og þar héldum við smá jarðaför handa litlu snúllunni minni. Hún fékk virðulega fylgd frá Golíat (besta vin hennar, að hans mati), Víði, Gáska og Spuna, auk þess sem nokkrir vinir þeirra slógust í hópinn. Ég gróðursetti svo fallegar, appelsínugular gerbíur á gröfinni og næsta vor ætlum við svo að gróðursetja fallegt tré þar og setja fallegan stein til minningar um hana Lady okkar.
3 Comments:

At 3:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

- Langflottasti hundurinn :) klárlega ...

Hún var svo mikil skotta...

 
At 5:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æðislegar myndir af henni :)

 
At 4:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hún var svo mikil perla, frábær karakter í alla staði. vildi að ég hefði kynnst henni meira en það voru góð og vinaleg kynni.

 

Skrifa ummæli

<< Home