París var æðisleg....
Við lögðum af stað eldsnemma á fimmtudagsmorgninum, allir hálf myglaðir en spenntir. Fyrsta daginn röltum við um og skoðum. Pabbi, Berglind og Arna Lind löbbuðu efst upp í Notre Dame kirkjunnu, við mammas lögðum ekki alveg í það svona fyrsta daginn. Mig langaði ekkert sérstaklega til að ofgera hnénum svona fyrsta daginn. Ég var mjög fegin að ég beið þegar þau komu niður þar sem stelpurnar voru alveg búnar á því og fengu svo heiftarlegar harðsperrur daginn eftir... Við fundum voða fínan veitingastað í latinu hverfinu, þjóninn þar var í það minnsta ofvirkur... Hann hljóp um eins og hauslaus hæna, það var sjúklega fyndið. Föstudagurinn var tekinn snemma, það var byrjað á morgunmat á hótelinu og svo var metroið tekið upp í Eiffel turninn. Á meðan við biðum í biðröðinni byrjaði að rigna en sem betur fer tók biðröðin ekki langan tíma og upp fórum við. Ég er mjög stolt af sjálfri mér, ég fór alla leiðina upp á topp. Ég var að deyja úr hræðslu, enda sjúklega lofthrædd og lyftuhrædd. Það var komið það mikið rok þegar við komumst alla leiðina upp að turnin sveigðist fram og til baka, mjög fyndið. Þar sem veðrið var ekkert spes var ákveðið að eyða restinni af deginum í verslunarleiðangur. Þar sem pabbi gamli átti afmæli þennan dag var farið út að borða á rosa fínan Michelin stað, 2ja eða 3ja stjörnu staður. Staðurinn var klikkaðslega flottur, ég hef aldrei farið út að borða svona fínt áður og aldrei fengið svona rosalega góðan mat. Best fannst okkur samt að pabbi var sá eini sem fékk matseðil með verðinu inn í, algjört karlaveldi þetta land. Við bókstaflega rúlluðum þarna út í kringum miðnætti, þá vorum við búin að vera að borða síðan klukkan 20. Á laugardeginum var svo metroið tekið upp í Montmarte, sem er gamalt listamannahverfi og laðar marga túrista að. Það var æðislega gaman, fólk stóð í brekkunum og málaði. Það voru alls staðar götulistamenn að selja verkin sín og svo duttum við inn á Salvador Dali sýningu. Ég keypti mér 3 olíumálverk og tvær eftirprentanir af Dali verkum, var alveg að tapa mér í listaverka kaupunum. Annars verslaði maður nú ekki mikið þarna í París. Um kvöldið var svo farið út að borða og svo á sýningu á Moulin Rouge. Sýningin var frábær. Fyndið samt að hafa það að atvinnu að syngja og dansa á túttunum, en jæja framtíðardraumar fólks eru misjafnir. Við vorum reyndar allar sammála um það að karlmennirnir í sýningunni hefðu mátt vera fáklæddari. Á sunnudeginum vorum við svo týpískir túristar, við keyptum okkur miða í svona túristarútu og sátum á efri hæðinni og tókum myndir í gríð og erg. Við fórum út á einum stað til að skoða kistu Napóleons Bonapartes. Frekar spes. Eftir þessa miklu túristatilburði var haldið upp á hótel og gert klárt fyrir brottför. Ég náði því miður ekki að heimsækja Jim Morrison eða fara á Louvre í þessari ferð en ég á sko pottþétt eftir að fara aftur til Parísar og þá get ég gert þetta allt saman.... Ég tók fullt af myndum, lofa að setja þær inn fljótlega....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home