fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Eins og venjulega

ekkert merkilegt í fréttum. Ég reyndar kenndi Tulle, sem er í raun kennarinn okkar, að gera smokey þannig að hún gæti gert sig fína fyrir djammið. Hún endaði með því að fá líka lánað hjá mér augnskugga, blýant og pensil, sem ég á by the way að kaupa fyrir hana þegar ég fer heim um jólin og nokkrar af hinum líka. Þær eru mjög hrifnar af töskunni minni og spyrja endalaust hvað hún kostaði og hvort allt var í henni þegar ég fékk hana o.s.frv. Í gær gerði ég fyrsta förðunartattooið mitt og það gekk bara vel, fyrir utan að greyið stelpan tók illa við litnum og fossblæddi. Henni fannst þetta svo vont að það þurfti að deyfa hana tvisvar. Ég ætla að vona að mér eigi ekki eftir að finnast þetta svona vont, en ég fer vonandi næsta miðvikudag. Ekki hefur mikið meira skeð hérna, ég ætla reyndar að breyta aðeins til um helgina og kíkja í heimsókn til Vöku á laugardaginn. Ég læt ykkur vita ef eitthvað merkilegt skeður á næstunni en ekki vonast eftir miklu :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home