fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Agnes fer heim

eins og var óskað eftir þá kemur hérna lýsing á heimferð minni um síðustu helgi. Ég á yndislegustu foreldra í heimi, þau hringdu í mig á miðvikudeginum í seinustu viku og spurðu hvort ég vildi koma heim í helgarferð. Ég auðvitað greip tækifærið og flaug heim í hádegisflugi á föstudeginum. Berglind og Arna Lind komu að sækja mig á flugvöllinn, æðislega gaman að sjá þær. Við fórum heim og sóttum Lady, sem var ofsalega kát að sjá mig eins og þið getið ímyndað ykkur. Ég var ekki búin að láta Gústa, Höllu né Lindu vita að ég væri að koma þannig að fyrsti viðkomustaður var í vinnunni hjá Gústa og hann hrökk svo í kút, greyið að ég fékk eiginlega samviskubit yfir að hringja ekki fyrst. Því næst var farið að sækja mömmu í vinnuna og beinustu leið svo á Bæjarins bestu þar sem mamma bauð mér upp pylsu og kók, namminamm. Við fórum því næst heim og við Lady skiptum yfir í göngufötin og tókum afmælisgjöfina hennar Höllu og röltum til hennar. Höllu brá þó nokkuð líka en ekkert í líkindu við Gústa greyið. Við skelltum okkur svo í göngutúr vinkonurnar eins og í gamla daga. Eftir þessa heilsugöngu var stefnan tekin á KFC :o) en það var einn viðkomustaður fyrst og það var að kíkja á Lindu vinkonu. Afmælisgjöfin hennar var búin að sitja heima síðan í ágúst og ákvað ég að færa henni hana í eigin persónu. Það var samt smá erfitt því hún var að vinnu og ég var ekki alveg viss hvar þar sem ég hafði aldrei komið þangað, en það gekk og mér tókst að koma henni á óvart. OG nú var sko haldið á KFC og ég fékk hinn langþráða BBQ borgara, gaman gaman. Við sátum svo heima um kvöldið og kjöftuðum.

Laugardagurinn var sko aktívur. Ég byrjaði á að fara að versla um morguninn með múttu. Það eru sko ekki margir sem fara í verslunarferð til Íslands, en ég gerði það, keypti fullt af fötum. Við fórum svo heim að gera klárt fyrir hádegismatinn en frænkur mínar ætluðu að koma í heimsókn. Ég fékk að sjá tvær af nýjustu viðbótunum í fjölskyldunni, litlu sætu frænkuna mína og litla sæta hundinn, hann Húgó. Lady var nú ekkert sérstaklega hrifin af þessari heimsókn og þá sérstaklega honum Húgó. Eftir þessa fjörlegu heimsókn skelltum við systurnar okkur austur að kíkja á litlu dúlluna mína, hann Spuna, nema hann er ekkert sérstaklega lítill lengur en ennþá æðislega sætur. Um kvöldið fékk ég svo læri, brúnaðar kartöflur, brúna sósu og grænar baunir í kvöldmat, sem var verð ég að segja besti maturinn sem ég hef fengið í 8 mánuði. Svo þegar þetta allt var búið var eina sem hægt var að gera var að skella sér á djammið. Gústi og Lindu höfðu reddað sér fríi í vinnunni til að djamma með mér og Guðný og Halla komu líka. Við hittumst á Celtic cross og sátum þar mjög lengi. Linda þurfti reyndar að fara snemma heim, enda vinna morguninn eftir. Við hin sátum lengur og Erla vinkona kom og kíkti á okkur. Við röltum svo niður á Jón forseta með Gústa en við Halla vorum ekki alveg að fíla okkur þannig að við héldum röltinum áfram. Það var tekið stutt pissustopp á Viktor en þar inni voru bara eintómir útlendingar þannig að ekki var mikill á áhugi á löngu stoppu þar. Næst í röðinni var Dubliners en þvílíkir ellismellir voru þar að ekki nenntum við að hanga þar og því var stefnan tekin á Ara í Ögri nema þar var sjúklega löng röð. Eftir þetta allt saman ákváðum við bara að fara heim og lúlla. Þetta var æðislega skemmtilegt kvöld.

Sunnudagsmorguninn var dálítið erfiður, pínu þynnka, en ég fékk yndislegar skonsur með hangikjöti og eggjum í morgunmat. Sunnudagurinn fór mest í leti þangað til það var farið var aftur út á flugvöll. Mikið nammi var keypt og fór ég með hluta af því upp í skóla til að gefa þeim og hefur það vakið mikla lukku. Annars hefur allt verið við það sama hérna síðan ég kom út aftur. Það var æðislegt að koma heim í stutta heimsókn, versta var að geta ekki kíkt á alla en þeir sem fengu ekki heimsókn núna fá hana næst. Hlakka til að sjá ykkur aftur eftir 1 og hálfan mánuð ;O)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home