mánudagur, nóvember 29, 2004

Hvað haldið þið

...prófið búið og ég ekki farin á taugum. Ég var nú samt ekkert smá fúl í morgun þegar við fengum prófið í hendurnar. Náttúrulega týpískt, ég var búin að sitja og læra öll, og þá meina ég öll stóru efnin utan af, því Tulle sagði að þetta yrðu eiginlega bara redgor spurningar. En hún var bara að plata okkur :o( fyrstu spurningar voru allar um minni efni, sem ég las ekkert sérstaklega mikið um en ég gat klórað mig í gegnum þær. Sem betur fer komu svo stóru spurningarnar og ég held að ég hafi svarað þeim fullkomlega. Ég næ líklega en fæ ekki níuna sem ég vildi.

Ég rölti í bæinn eftir prófið, klárað jólagjafainnkaupin og smá jóladót handa mér. Ég keypti mér jólaseríur, mjög sætar og ljósbleikar sem er víst mjög Agnesarlegt samkvæmt henni Örnu frænku. Hvað finnst ykkur, er ég orðin of bleik? Ég bíð nú bara spennt eftir heimferðinni, hlakka til að sjá ykkur... Og gangi ykkur vel í prófunum þið sem eruð enn að, sendi ykkur góðar hugsanir :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home