fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Enn eitt bloggid um ekki neitt

Margt og mikið hefur skeð síðan síðasta blogg var skrifað... Ég er búin að vera í stresskasti núna upp á síðkastið vegna yfirvofandi prófs. Mánudagurinn 29 nóvember mun vera dómsdagurinn, en þá er annarpróf. Prófað verður bæði úr skonhedspleje og anatomi, massívt mikið lesefni :o( Ég er nú samt búin að vera ótrúlega dugleg að læra og læra og vitið þið hvað... læra, en mér fannst ég samt ekki kunna neitt. Í dag breyttist þetta allt saman, ég komst að því að ég kann þó nokkuð og mun líklega ná prófinu. Nú þarf ég bara að læra og læra og læra svo meir þannig að eg fái 13, hahahaha. Nei það er ekki líklegt en kannski 9, það væri frábært. Á morgun á svo að vera eitthvað húllumhæ í skólanum, fyrst á að þrífa og svo detta í það... Mér nú tímasetningin ekkert neitt æðisleg (hefði mátt vera næsta föstudag) en það þýðir ekkert að væla yfir því. Þetta verður örugglega gaman.

Jæja Berglind núna ertu búin að fá bloggið þitt, hættu nú þessu væli! Ég skal setja aftur inn færslu á mánudaginn og láti ykkur vita hvernig dómsdagur fór ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home