sunnudagur, október 24, 2004

Agnes fer til Kaupmannahafnar

Ég vaknaði snemma í gærmorgun og tók lestina inn í Kaupmannahöfn til að hitta Guðnýju vinkonu. Það var æðislega gaman enda hafði ég ekki séð hana í næstum 8 mánuði. Hún var nú samt smá mygluð þegar ég hitti hana enda hafði hún farið á djammið með systur sinni kvöldið áður. Við skelltum okkur í mallið og svo á strikið þar sem við hittum frænku hennar og röltum aðeins með henni. Það var einnig stoppað á kaffihúsi og slúðrað. Seinni partinn röltum við svo til baka á Hard Rock og sóttum systur hennar í vinnuna. Við þuftum að bíða aðeins eftir henni þannig að við fengum okkur einn eða tvo öllara. Við fórum heim til systur hennar og þær tóku sig til fyrir kvöldmatinn og svo var haldið á Jensens. Við vorum svo seinar á ferðina að ég rétt náði að gleypa í mig áður en ég þurfti að hlaupa til að ná lestinni heim. Þetta var samt góður dagur og góð tilbreyting frá vanalegum laugardegi :O)

AND BY THE WAY... hefði ég vitað að sagan af vaxinu hennar Örnu myndi valda svona miklum vandræðum milli ykkar frænkna þá hefði ég nú látið það eiga sig að segja frá því. Þið búið í saman, ræðið saman og hættið að rífast á blogginum mínu ;oD

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home