laugardagur, apríl 15, 2006

Gleðilega páska allir samann....

og passið nú að borða ekki yfir ykkur af páskaeggjum. Jæja nú er komið að því leiðinlegasta tíma skólaársins, próf framundan :o( og mun ég þar af leiðandi taka smá bloggfrí. Maður verður víst að einbeita sér að próflestri. Ég ákvað samt að skrifa smá á meðan ég horfi hérna á eina af uppáhaldsmyndunum mínum, Benny og Joon, en eins og þið vitið sem þekkið mig þá ELSKA ég Johnny Depp. Þið hafið nú örugglega flest heyrt af óhappi mínu í hesthúsinu fyrir viku síðan, en fyrir ykkur sem ekki hafið heyrt þetta hér kemur sagan. Ég, sem sagt, fékk dýra til að koma og merkja og sprauta nýjustu fjölskyldumeðlimina þá Spuna og Gáska. Við vorum sem sagt búin að merkja hann Gáska og röðin var komin að honum Spuna mínum. Hann er bara 2ja ára og varð víst heldur hræddur þegar við komum tvö inn í stíuna hans. Hann prjónaði og ég var heldur sein að færa mig og fékk aðra framlöppina í höfuðið. Ég fékk þennan fína skurð á höfuðið og þurfti á slysó, þannig að ég hringdi í hann föður minn og bað hann að sækja mig. Dýri batt um sárið og pabbi keyrði mig á slysó. Ég á svo samúðarfulla fjölskyldu að meðan ég settist inn í dróg kallinn upp símann sinn til að taka mynd af mér og Berglind systir hlóg að mér þegar ég hringdi til að segja henni hvað kom fyrir... Æðisleg fjölskylda, ha? Mamma var sú eina sem hafði smá áhyggjur. Annars hafði ég engan tíma fyrir svona slysó stúss, ég var með matarboð kl 19 og svo var Guðný vinkona að koma heim um kvöldið eftir 7 mánaða dvöl á Indlandi. Velkomin heim Guðný. Þetta eru nú stærstu fréttirnar héðan, núna erum við bara að bíða eftir að litli boltinn hennar Erlu komi í heiminn. Ég læt aftur heyra í mér eftir prófin, knús og kossar þangað til :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home