mánudagur, mars 20, 2006

Það sem á daga mína hefur drifið

... Stærsti viðburður síðast liðnu daga mun hafa verið afmæli mitt, 26 ára trúið þið því, og einnig er alveg heilt ár liðið síðan ég flutti heim frá Danmörku. Það er alveg ótrúlegt hvað lífið líður hratt. Í tilefni þess ætla ég að rifja upp atburði síðasta árs... Ég flutti heim 1. mars 2005 alveg harðákveðin í því að fara í verknámið og gerast löggildur snyrtifræðingur. Þið sem þekkið mig vitið að mín plön standast aldrei. Ég kunni nú ekki alveg við mig sem starfandi snyrtifræðingur og sneri mér því að nýjum framtíðarplönum. Og viti menn að háskólanám í dönsku varð fyrir valinu. Ég veit ég veit... Danska haha, stúlkan sem hataði dönsku sem barn. Ég held hins vegar, krossleggið fingur fyrir mig, að ég sé búin að finna minn stað í lífinu. Ég er einnig búin að ákveða að taka tvöfalt B.A. próf og taka líka sagnfræði og svo að taka, að öllum líkindum, kennsluréttindinn. Agnes kennari, hljómar það ekki vel ;o) Önnur stór breyting í mínu lífi var að ég flutti í Blikahólanna, mína eigin íbúð, samt ekki alltof langt frá þeim gömlu. Það getur verið mjög gott að geta skotist heim í mat og svona. Ég held að maður megi ekki taka lífinu of alvarlega og það sé um að gera að prófa allt sem manni langar til að prófa og ef það gengur ekki upp þá er það alltaf lífsreynsla :o)

Ég er hins vegar óheppnaðasta manneskja sem til er... ég átti frábæran dag í gær, fór í hesthúsið og naut þess að vera út í náttúrunni. Ég fór svo í mat til mömmu og svona. Ég fór svo heim til að ná í mynd sem ég þurfti að skila á videoleiguna og á leiðinni aftur út datt ég niður stigann, ekkert alvarlega missti af seinustu tveim tröppunum :o( og lenti á maganum neðst niðri. Þannig að í dag er ég með bólgin ökkla og öll lemstruð. Misheppnuð, ha???

Jæja ekki er nú meir í fréttum eins og er...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home