fimmtudagur, mars 09, 2006

Kaupmannahöfn

Það er alltaf jafn gaman að koma til Danmerkur... Við mamma flugum á fimmtudagsmorgninum, tókum okkur einn aukadag í frí. Þegar við vorum búnar að koma okkur fyrir á hótelinu, sem var mjög flott, var haldið í Fields til að versla. Við getum bara sagt að Agnes missti sig aðeins í búðunum, keypti árshátíðardress og margt fleira. Á fimmtudagskvöldið fórum við svo út að borða með fleiri Intrum-liðum á mjög góðan veitingastað í Nýhöfn, sem heitir Zeleste. Kvöldið var mjög skemmtilegt, mikið hlegið og smá drukkið. Við fórum hins vegar tiltölulega snemma að sofa, enda orðnar dálítið þreyttar eftir allt ferðalagið. Á föstudeginum var svo Strikið tekið með trompi, í snjókomunni... Það hlaut að koma að því að Íslendingar þyrftu að fara til Danmerkur til að sjá snjó og snjóaði bara töluvert að dönskum mælikvarði. En maður er íslendingur þannig að maður dúðaði sig bara og hélt út í ósköpin. Snjókoman hafði allavegna ekki mikil áhrif á verslunina og gufuðu peningarnir upp. Um kvöldið fórum við svo út að borða á Pétri Uxa með 20 öðrum Intrum-liðum, fengum frábæran mat og góða drykki með. Aumingja hitt fólkið á veitingastaðnum þar við hegðuðum okkur að íslendingasið, s.s. ekki hljóðlát. Mikið talað og hlegið. Þegar við komum svo aftur upp á hótel fór ég og hitti aðeins mitt samstarfsfólk í úthringingunum. Við mamma ákváðum svo að sofa út á laugardeginum og bíða eftir pabba gamla með að fara á röltið. Hann, hins vegar, þurfti að vinna og sendi okkur mæðgurnar einar á röltið. Um kvöldið var svo árshátíðin, góður matur, gott vín og góður félagsskapur. Á sunnudagsmorguninn flaug ég svo heim með mitt kvef og hálsbólgu. Allt í allt var helgin góð...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home