föstudagur, nóvember 25, 2005

Engar áhyggjur...

er á lífi. Hins vegar á ég ekkert líf þessa daganna. Ég er búin að liggja í rúminu næstum alla vikuna eins og hálft Ísland, þannig að ég hef ekki stigið fæti út fyrir húsins dyr. Týpískt samt þegar maður er loksins orðin hraustur og getur gert eitthvað þá er bara enginn laus :o( Við getum hins vegar fagnað því að einungis vika er eftir af skólanum, verra er samt að þá taka prófin við... Við verðum bara að horfa á björtu hliðarnar því þegar prófin eru búin þá er jólafrí :o)

Ég verð samt að segja að ég hlakka til þegar ég er orðin stór og á pening til að kaupa mitt eigið heimili... Helst í einbýli!!! Og losna við þessa illa geðbiluðu nágranna sem ég á. Sumt fólk á einfaldlega ekkert líf og þessi tiltekni maður virðist fá eitthvað kikk út úr því að hrella mig. Hann er ljúga upp á mig einhverju rugli og svo króaði hann mig af niðri í þvottahúsi og öskraði á mig. Ég meina er ekki hægt að tala við fólk fyrst? Annars nenni ég ekki að pirra mig meira á þessu, maðurinn á greinilega við einhver geðræn vandamál að stríða og þarf aðstoð... Framvegis mun ég bara algjörlega hunsa manninn... Ég veit að maður þarf að sætta sig við ýmislegt þegar maður býr í svona sambýli, en kræst, mér finnst þetta nú of langt gengið... Jæja þetta eru nú stærstu tíðindin af þessum bæ í bili :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home