Áður en ég segi ykkur frá Danmörkurferðinni...
þá vil ég byrja á því að óska henni Höllu minni til hamingju með 25 ára afmælið :o) Hún er því velkomin í "ellasmellahópinn"Jæja hérna kemur sagan af Danmerkurferðinni. Ég, Halla og Sara lögðum af stað á sunnudaginn. Ég var drullulasin, en jæja maður verður bara að harka af sér. Við skemmtum okkur vel í flugvélinni og umræðuefnið var allt milli himins og jarðar, eins og þið getið vel ímyndað ykkur þegar 3 nettklikkað skvísur eru lokaðar inn í flugvél í lengri tíma. Ég held að við höfum vakið mikla athygli enda hlógum við dáldið hátt. Um kvöldið kíktum við aðeins út á lífið og svo bara í háttinn. Við vöknuðum snemma og skelltum okkur í Fields, í 7 tíma verslunarferð. Duglegar stelpur, ha? Um kvöldið fórum við svo út að borða með restinni af stelpunum og svo aðeins út á lífið. Mjög gaman og sumar urðu ansi drukknar... Og það var mjög gaman að horfa á þær.
Á þriðjudeginum var svo lestin tekin til Schæffergarden. Eftir að við fengum herbergin var haldin smá kynning og svo ákvað Jón að fara með okkur í göngutúr, en þar sem ég var enn hálf lasin ákvað ég að sleppa honum og leggja mig. Og sem betur fer, stelpurnar voru dálítið pirraðar þegar þær komu til baka. Kallin villtist aðeins í skóginum og varð göngutúrinn dálítið langur. Á þriðjudeginum var svo lagt af stað kl 9 um morguninn og haldið var til Kaupmannahafnarháskóla í stofnun Árna Magnússonar. Þar skoðuðum við gömul handrit, mjög skemmtilegt og spennandi. Eftir það var haldið í heljarinnar göngutúr um alla Kaupmannahöfn og enduðum við inni í Kristaníu áður en við komumst á áfangastað, sem var norrænt listsafn sem sýndi verk eftir íslenska, grænlenska og færeyska listamenn. Það var mjög gaman að skoða það og hefði verið skemmtilegra ef maður hefði ekki verið úr sér genginn. Jæja, alla vegna við vorum loksins frjálsar kl hálf 3 og þá héldum við á Strikið. Miðvikudagur til Laugardags fór í ýmis konar fyrirlestra og skemmtilegheit. Gengið var ansi duglegt í djamminu, kannski of duglegt í sumum tilvikum. Ég var bara róleg, eins og oftast. Þið kannist kannski við það.
Á laugardeginum vorum við komnar með ógeð á fína franska matnum á hótelinu og langað mjög mikið í eitthvað venjulegt að borða. Ég, Halla og Sara skelltum okkur því inn í Kaupmannahöfn á City Rock í góða djúsí borgara og svo fundum við ágætis kaffihús og fengum okkur kokteila í eftirrétt og náðum svo seinustu lest tilbaka. Á sunnudeginum var svo annar göngutúr frá helvíti. Við lögðum af stað frá Scæffergarden kl hálf 11 og haldið var á listasafn rétt hjá en auðvitað var ekki hægt að fara stystu leiðina :o( Eftir þessa "skemmtilegu" safnferð var haldið í Dyrehaven, sem var tilgangslausasti göngutúrinn af öllum og okkur langaði öllum að myrða helv... kallinn. Við stungum allar af í nestispásunni, enda orðnar sjúklega pirraðar á kallinum. Ég, Halla og Sara skelltum okkur í hestakerru, fengum túr niður að exitinu og svo gripum við taxa aftur upp á hótel, því við vorum að drepast í fótunum. Um kvöldið fórum við svo á Hard Rock og bíó, bara rólegar enda orðnar þreyttar eftir strangt programm.
Á mánudeginum var svo kominn tími á heimferð, jey, en við þurftum hins vegar að eyða deginum inn í Kaupmannahöfn þar sem við áttum ekki flug fyrr en um kvöldið. Það var ágætt því ég náði að hitta Louise, sem var með mér í Unicos. Það var mjög gaman enda orðið langt síðan við hittumst. Ég hitti svo stelpurnar kl 3 í Planterium þar sem við horfðum á sýningu, ferðuðumst niður Níl, æðislega gaman. Ég mæli með því ef þið eruð að fara til Kaupmannahafnar að kíkja, það er alveg þess virði. Heimasíðan þeirra er www.tycho.dk Leiðinlegast var þó flugið heim, vélin var fullbókuð og við sátum allar á sitthvorum staðnum :o( en jæja við komumst þó heim og mikið var það gott. Fá að sofa í mínu rúmi og fara í mína sturtu. Ég var hins vegar svo þreytt í morgun að ég barasta orkaði ekki að fara í skólann og naut þess bara að sofa út í stóra æðislega rúminu mínu, en það endist ekki lengi þar sem ég þarf að fara til einkaþjálfarans kl hálf 7 í fyrramálið :o(
Ég set myndir úr ferðinni inn fljótlega nenni því bara ekki í kvöld...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home