laugardagur, október 18, 2008

Tilvistarkreppa

eða eitthvað álíka er að angra mig þessa daganna. Nú líður óðum að því að ég ljúki B.A. náminu mínu við Háskóla Íslands og ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera að lokinni útskrift. Ég ákvað því að fara í Áhugasviðskönnun hjá HÍ og sjá hvað kemur út úr því. Erla vinkona kom reyndar með bækling fyrir mig í vor um diplómanám í Alþjóða samskiptum sem mér finnst voða spennandi og getur verið að ég skelli mér í það. Ég fékk líka þá hugdettu að skella mér í sjálfboðavinnu erlendis einhvers staðar. Ég er búin að vera skoða inn á Nínu koti og getur vel verið að ég skelli mér í það. Ég er búin að vera að skoða ýmis Afríkuríki og fann nokkra staði sem ég væri til í að fara á, ef ekki væri fyrir stjórnmálaóróa eins og í Zimbabwe. Þar er þetta frábæra prógramm þar sem ljónsungar eru teknir í vernduðu umhverfi og þjálfaðir til að lifa í villtir í náttúrunni. Ástandið í Zimbabwe gerir það hins vegar að verkum að ég þori ekki alveg þangað en það eru fleiri staðir, sem virka spennandi og ætla ég að leggjast aðeins betur yfir þetta. Þetta er alla vegna staðan á mínu lífi þessa daganna, það kemur vonandi niðurstaða á þetta hjá mér fljótlega.

1 Comments:

At 7:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Lyst vel a tessi plon hja ter vinkona!!

 

Skrifa ummæli

<< Home